Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að losa aðeins um heimildir til fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta en um leið að herða framkvæmd eftirlits með gjaldeyrisviðskiptum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Rýmkuð verða ýmis ákvæði er varða heimildir til gjaldeyrisviðskipta, svo sem vegna framfærslu, endurfjárfestinga, erlendrar lántöku og gjaldeyrisviðskipta í tengslum við atvinnustarfsemi. Seðlabankinn fær heimild til þess að setja reglur um undanþágur frá ákveðnum takmörkunum laganna og eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum vegna greiðslna vaxta, verðbóta, arðs og samningsbundinna afborgana verður hert. Þá fær bankinn heimild til að beita stjórnvaldssektum og sektarupphæðir eru hækkaðar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Umsagnir (helstu atriði): Tvær umsagnir bárust, önnur með örfáum efnislegum athugasemdum en hin með veigamikilli gagnrýni á gjaldeyriseftirlit Seðlabankans.
Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál