Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

636 | Lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur (heildarlög)

141. þing | 4.3.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 19 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (12.4.2013)

Samantekt

Markmið: Að styrkja stöðu aldraðra og þeirra sem búa við skerta starfsgetu, meðal annars með því að einfalda lög um lífeyrisréttindi almannatrygginga og tengdar greiðslur.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Bótakerfið er einfaldað með sameiningu bótaflokka, einföldun reglna um áhrif tekna á útreikning bóta og afnámi frítekjumarka.
Lagt er til að bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging ellilífeyrisþega og heimilisuppbót ellilífeyrisþega verði sameinaðir í einn bótaflokk. Einnig að heimilt verði að greiða sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu til ellilífeyrisþega ef sýnt þykir að þeir geti ekki framfleytt sér án hennar.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingakafli almannatryggingalaga færist í sérlög og frumvarp þess efnis er lagt fram samhliða þessu frumvarpi.
Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.
Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið lögfest í núverandi mynd er áætlað að útgjöld ríkissjóðs vegna bóta til ellilífeyrisþega aukist strax á árunum 2013–2014 um 2–3 milljarða kr. Þegar ákvæði frumvarpsins væru að fullu komin til framkvæmda frá og með árinu 2017 er áætlað að árleg útgjaldaaukning nemi 9–10 milljörðum kr. umfram áætlaða útgjaldaaukningu í núverandi kerfi. Þá er áætlaður kostnaður vegna innleiðingar nýja lífeyriskerfisins um 15–20 milljónir kr. í rekstri TR á árinu 2013.

Aðrar upplýsingar:

Lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar nr. 66/2004.
Ágúst Þór Sigurðsson o.fl. (2009). Nýskipan almannatrygginga : tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu : skýrsla til félags- og tryggingamálaráðherra. Reykjavík: Verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om folketrygd (folketrygdloven) LOV-1997-02-28-19.
Lov om samordning av pensjons-og trygdeytelser [samordningsloven] LOV-1957-07-06-26.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om social pension LBK nr 783 af 09/07/2012.

Svíþjóð
Socialförsäkringsbalk (2010:110).

Finnland
Lag om statens pensioner 22.12.2006/1295.
Socialvårdslag 17.9.1982/710.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir voru jafnframt gerðar við ýmsar greinar frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Fjölmiðlaumfjöllun:

Guðbjartur Hannesson. Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi. Fréttablaðið 7.3.2013.
Án samráðs við fjármálaráðuneyti [frétt]. Morgunblaðið 6.3.2013
23 milljarða útgjaldaauki á 5 árum [frétt]. Morgunblaðið 6.3.2013
Þrír bótaflokkar í einn [frétt]. Morgunblaðið 5.3.2013.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 1116 | 4.3.2013
Flutningsmenn: Guðbjartur Hannesson

Umsagnir

Velferðarnefnd | 16.4.2013
Hrunamannahreppur (tilkynning)
Velferðarnefnd | 30.5.2013
Öryrkjabandalag Íslands (viðbótarumsögn) (umsögn)
Velferðarnefnd | 15.4.2013
Velferðarnefnd | 21.3.2013