Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

635 | Slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög)

141. þing | 5.3.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (12.4.2013)

Samantekt

Markmið: Að tryggja slysatryggðum bætur frá almannatryggingum vegna vinnuslysa og annarra tiltekinna slysa óháð tekjum.

Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að heimilt verði að fella niður bótagreiðslur hafi hinn slasaði verið valdur að slysi af stórkostlegu gáleysi. Enn fremur er lagt til að heimilt verði að greiða kostnað við iðjuþjálfun og talþjálfun.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning.
Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om yrkesskadetrygd [yrkesskadetrygdloven] LOV-1958-12-12-10.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om arbejdsskadesikring LBK nr 848 af 07/09/2009.

Svíþjóð
Socialförsäkringsbalk (2010:110).

Finnland
Lag om olycksfallsförsäkring 20.8.1948/608.

Umsagnir (helstu atriði): Í þeim umsögnum sem bárust voru meðal annars tillögur um að bætt yrði við nýjum lið í 9. gr. frumvarpsins þar sem tilgreind væri áfallahjálp og félagsleg ráðgjöf.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 1115 | 5.3.2013
Flutningsmenn: Guðbjartur Hannesson

Umsagnir

Velferðarnefnd | 21.3.2013
Velferðarnefnd | 2.5.2013
Vinnueftirlitið (umsögn)