Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að breyta gildissviði vatnalaga og bæta við skilgreiningum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gildissvið vatnalaga nái einnig til grunnvatns og skilgreiningu á hugtakinu grunnvatn verði bætt við lögin.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á vatnalögum nr. 15/1923 og lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir skiptust í tvö horns; annars vegar þær sem ekki gerðu efnislegar athugasemdir og hins vegar þær þar kemur fram mikil andstaða og hörð gagnrýni á vinnubrögð við gerð frumvarpsins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menntamál | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd