Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

633 | Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka (stækkun hafnar og vegtenging)

141. þing | 4.3.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að veita ráðherra heimild til að fjármagna ýmsar framkvæmdir til undirbúnings vegna atvinnuuppbyggingar í landi Bakka í Norðurþingi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Gert er ráð fyrir að ráðherra fái heimild til að semja við Vegagerðina um gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka og við hafnarsjóð Húsavíkurhafnar um víkjandi lán til hafnarframkvæmda fyrir allt að 819 milljónir kr.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði rúmlega 2,6 milljarðar króna en engin áform eru um hvernig fjármagna eigi útgjöldin. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerir alvarlegar athugasemdir við forsendur og útreikninga í þessu máli sem og í máli 632 sem fjallar um heimild til samninga um kísilver á Bakka.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru jákvæðar en ASÍ gerir athugasemdir við sértæk úrræði fyrir einn aðila og mótmælir undanþágu frá tryggingagjaldi.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Fjölmiðlaumfjöllun: Gengur lengra en löggjöfin leyfir. Viðskiptablaðið 14. mars 2013.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 1109 | 4.3.2013
Þingskjal 1228 | 12.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1243 | 14.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1397 | 28.3.2013

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 15.3.2013
Rúnar Lárusson (athugasemd)
Atvinnuveganefnd | 11.3.2013
Vegagerðin (umsögn)