Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að veita ríkisstjórninni heimild til að gera samning um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi.
Helstu breytingar og nýjungar:
Félagið sem ætlar að byggja kísilverið fær ýmsar undanþágur og ívilnanir sem eru umfram það sem núgildandi lög leyfa, þ. á m. lægri tekjuskatt, 50% afslátt af fasteignagjöldum, engin stimpilgjöld og ekkert tryggingagjald.
Breytingar á lögum og tengd mál: Veita á undanþágur frá lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi nr. 99/2010.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að beinn kostnaður ríkissjóðs geti numið um 800 milljónum króna en auk þess verði ríkissjóður af um 100-150 milljóna króna skattatekjum árlega. Ítarleg og gagnrýnin umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis fylgir máli 633 sem fjallar um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru jákvæðar en ASÍ gerir athugasemdir við sértæk úrræði fyrir einn aðila og mótmælir undanþágu frá tryggingagjaldi.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Iðnaður | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Hagstjórn: Skattar og tollar | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd