Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (18.3.2013)
Markmið: Að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku menntakerfi frá því að gildandi lög voru sett og þeim athugasemdum sem komið hafa frá Ríkisendurskoðun og hagsmunaaðilum á undanförnum árum.
Helstu breytingar og nýjungar: Námsmenn sem ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins gerir ráð fyrir geta fengið námsstyrk í formi niðurfærslu á námsláni. Ábyrgð ábyrgðarmanns fellur niður við 67 ára aldur eða við andlát. Lánasjóðnum verður heimilt að lána til aðfaranáms við háskóla. Sérstök heimild er til lána vegna skólagjalda í háskólanámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi. Flóttamenn og þeir sem hafa hlotið hér dvalarleyfi eiga rétt til námslána.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992.
Kostnaður og tekjur:
Verði ákvæði um styrkveitingar til þess að allir námsmenn hagi námsframvindu í samræmi við skipulag náms gæti viðbótarfjárþörf LÍN orðið nálægt 4,7 milljörðum kr. á ári.
Aðrar upplýsingar:
Fréttatilkynning á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins um frumvarpið 28.2.2013.
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om utdanningsstøtte LOV-2005-06-03-37.
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om statens uddannelsesstøtte (SU-loven) LBK nr 661 af 29/06/2009.
Svíþjóð
Studiestödslag (1999:1395).
Finnland
Lag om studiestöd 21.1.1994/65.
Umsagnir (helstu atriði):
Margar og ítarlegar umsagnir bárust. ASÍ leggur áherslu á að komið verði til móts við einstaklinga á vinnumarkaði með litla formlega menntun. Blindrafélagið telur að 12. gr. frumvarpsins feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Háskóli Íslands bendir meðal annars á að ekki sé ljóst hvers vegna doktorsnám er undanskilið grein um niðurfellingu hluta námsláns. Samband íslenskra námsmanna erlendis telur ámælisvert að ekki sé boðið upp á óverðtryggð lán sem valkost.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Fjölmiðlaumfjöllun: Katrín Jakobsdóttir. Betri lánasjóður. Fréttablaðið 1.3.2013.
Ekki ætlunin að mismuna nemendum. Vísir.is 27.3.2013.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál