Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

625 | Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarheimildir)

141. þing | 28.2.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.3.2013)

Samantekt

Markmið: Að auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga.

Helstu breytingar og nýjungar: Launagreiðendum verður heimilt að greiða inn á skuldbindingu sína við lífeyrissjóð með því að gefa út skuldabréf sem ekki eru skráð á skipulegum markaði. Framlengd er heimild til fjárfestinga í samlagsfélögum, allt að 20%, til ársloka 2014. Þá er lagt til að heimild til að lífeyrissjóðir fjárfesti fyrir allt að 20% af hreinni eign sjóðsins í óskráðum verðbréfum verði hækkuð í 25%.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar umsagnir bárust og eru þær almennt jákvæðar.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1089 | 28.2.2013
Flutningsmenn: Katrín Júlíusdóttir

Umsagnir