Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að skýra betur verkaskiptingu opinberra eftirlitsaðila á sviði matvælaeftirlits og útvíkka gjaldtökuheimildir.
Helstu breytingar og nýjungar: Auk þess að sinna ýmiss konar innflutningseftirliti með matvælum mun Matvælastofnun sjá um eftirlit með þeim aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem flytja inn efni og hluti sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Breyta á lögum um matvæli nr. 93/1995.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Matvælastofnun.
Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Iðnaður | Atvinnuvegir: Viðskipti