Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að tryggja byggingu nýs Landspítala.
Helstu breytingar og nýjungar: Fallið er frá heimild til einkaframkvæmdar og bygging nýs spítala verður hefðbundin opinber framkvæmd, sbr. lög nr. 84/2001. Þó er ráðherra heimilt að bjóða út einstaka byggingarhluta sem síðan yrðu teknir á leigu undir starfsemi spítalans.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 64/2010.
Kostnaður og tekjur: Ýmsir fyrirvarar eru á kostnaðaráætlun en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 100 milljarðar króna sem einkum fellur á árin 2016-2019.
Aðrar upplýsingar: Upplýsingavefurinn Nýr Landspítali.
Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir eru um þetta mál.
Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál