Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2015. Sett er sú kvöð á söluaðila að 3,5% heildarorku í eldsneyti til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna árið 2015 og 5% árið 2016. Þá eru gerðar kröfur um upplýsingagjöf og upprunavottorð frá framleiðendum og söluaðilum, sem sýna fram á að eldsneyti sé endurnýjanlegt.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði af tekjum sem nema um 2 milljörðum króna á árunum 2015-2016.
Aðrar upplýsingar:
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Breytingar á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (samningsafstaða Íslands).
Lög nr. 156/2010 um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja).
Efling græns hagkerfis á Íslandi (2011). Reykjavík. Skýrsla nefndar Alþingis um eflingu gæns hagkerfis.
Græna orkan. Klasasamstarf um orkuskipti.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru jákvæðar og athugasemdir minniháttar.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítilsháttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Samgöngumál: Samgöngur