Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að hvetja til notkunar innlendra orkugjafa og lækka húshitunarkostnað.
Helstu breytingar og nýjungar: Veita á hitaveitum sem kyntar eru með innlendu eldsneyti sömu stofnstyrki og gilda um jarðvarmaveitur. Skilgreiningu á eldsneyti er breytt þannig að hún eigi einnig við innlenda orkugjafa.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar (2011). Reykjavík: Iðnaðarráðuneyti.
Umsagnir (helstu atriði): Ekki voru gerðar athugasemdir í umsögnum við frumvarpið.
Afgreiðsla: Samþykkt án breytinga.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir