Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.3.2013)
Markmið: Heildarendurskoðun laga um geislavarnir vegna áherslubreytinga á alþjóðlegum vettvangi.
Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er lögð aukin áhersla á læknisfræðilega notkun geislunar og að ávallt skuli réttlæta notkun geislunar. Lagt er til bann við íblöndun geislavirkra efna við framleiðslu matvæla, fóðurs, leikfanga, skartgripa og snyrtivara.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um geislavarnir nr. 44/2002.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
The European Atomic Energy Community (EURATOM).
Radiation Protection and Safety of Radiation Sources: International Basic Safety Standards - Interim Edition General Safety Requirements Part 3 (2011). IAEA
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA).
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om strålevern og bruk av stråling [strålevernloven]. LOV-2000-05-12-36.
Umsagnir (helstu atriði): Tvær umsagnir höfðu borist áður en umsagnafrestur rann út. Landlæknisembættið lagði meðal annars til að við 9. gr. frumvarpsins yrði bætt ákvæði um gagnkvæma upplýsingaskyldu Geislavarna ríkisins og sóttvarnalæknis um óvænta geislaatburði sem valdið geta heilsutjóni.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Umhverfismál: Mengun