Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

542 | Virðisaukaskattur (gagnaver, EES-reglur)

141. þing | 24.1.2013 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bregðast við áliti ESA um virðisaukaskatt á gagnaverum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Felld verði brott ákvæði um að gagnaver séu undanþegin greiðslu á virðisaukaskatti vegna sölu á þjónustu sinni til kaupenda sem eru búsettir erlendis og ákvæði sem heimilar endurgreiðslu. Ráðherra fái þess í stað heimild til að setja reglur um endurgreiðsluna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 50/1988 en þeim var breytt varðandi þau atriði sem hér á að breyta með lögum nr. 163/2010.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun ESB um virðisaukaskatt 112/2006.

Fréttatilkynning ESA (16.01.2013) um að formleg rannsókn sé hafin á lögum um virðisaukaskatt er varðar gagnaver á Íslandi.

Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækja nr. 288/1995.

Umsagnir (helstu atriði): Fáar umsagnir bárust en ríkisskattstjóri gerir nokkrar alvarlegar athugasemdir um orðalag.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Fjölmiðlaumfjöllun: Meint ríkisaðstoð Íslands skoðuð hjá ESA. RUV 16.01.2013.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 918 | 24.1.2013
Flutningsmenn: Katrín Júlíusdóttir
Þingskjal 1151 | 6.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1239 | 13.3.2013

Umsagnir