Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

541 | Útlendingar (heildarlög, EES-reglur)

141. þing | 24.1.2013 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 27 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (28.2.2013)

Samantekt

Markmið: Heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áhersla er lögð á að tryggja að lögin séu aðgengileg fyrir fólk sem byggir rétt sinn á þeim.

Helstu breytingar og nýjungar:

Reglur um dvöl og dvalarréttindi útlendinga á Íslandi eru skýrðar og tímafrestir þrengdir. Sjálfstæð kærunefnd um málefni útlendinga mun taka við af innanríkisráðuneytinu sem meginúrskurðaraðili í málaflokknum. Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður stofnuð og réttarstaða útlendinga í tengslum við sameiningu fjölskyldu styrkt. Grunngildi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru áréttuð sem grundvöllur ákvarðana og málsmeðferðar í öllum málum sem lögin ná til.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um útlendinga nr. 96/2002.
Lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002.

Kostnaður og tekjur: Áætlað er að aukin útgjöld leiði til 91 milljónar kr. kostnaðarauka fyrir ríkissjóð í fyrstu sem gæti lækkað í 73 milljónir kr. til lengri tíma litið. Með því að málsmeðferð á stjórnsýslustigi vegna hælisleitenda styttist, eins og gert er ráð fyrir, gætu heildarútgjöld við þennan málaflokk lækkað til langs tíma.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (2012). Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.
Skýrsla nefndar um meðferð hælisumsókna (2009). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af udlændingeloven LBK nr 984 af 02/10/2012.

Noregur
Lov om utlendingers adgang til riket og deres opphold her (utlendingsloven) LOV-2008-05-15-35.

Svíþjóð
Utlänningslag (2005:716).

Finnland
Utlänningslag 30.4.2004/301.

Umsagnir (helstu atriði): Fjölmargar umsagnir bárust og sneru þær að flestum greinum frumvarpsins. Margir fögnuðu heildarenduskoðun útlendingalaga en öðrum þóttu ákvæði frumvarpsins flókin og óskýr. Meðal annars var kallað eftir heildstæðu mati á áhrifum frumvarpsins á vinnumarkað og sveitarfélög.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 917 | 24.1.2013
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson

Umsagnir