Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (28.2.2013)
Markmið: Að auka vægi persónukjörs við kosningar til sveitarstjórna og gefa kjósendum þar með meiri möguleika til að hafa áhrif á hvaða fulltrúar ná kjöri.
Helstu breytingar og nýjungar:
Kosningar til sveitarstjórna verða áfram annaðhvort bundnar hlutfallskosningar eða óbundnar kosningar. Breytingin yrði fyrst og fremst sú að kjósendum við bundnar hlutfallskosningar gæfist kostur á að greiða einstökum frambjóðendum persónuatkvæði. Kjósendur mundu því að miklu leyti ákvarða röð efstu manna, þar sem samanlögð persónuatkvæði hvers frambjóðanda ákvarða endanlega röð hans á listanum.
Í frumvarpinu er miðað við aðferð persónukjörs sem notuð er við sveitarstjórnar- og fylkiskosningar í Noregi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Kostnaður og tekjur: Kostnaður við kosningar til sveitarstjórna greiðist úr sveitarsjóðum og er því ekki gert ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om valg til Stortinget, fylkesting og kommunestyrer (valgloven) LOV-2002-06-28-57.
Sjá einkum 6. kafla.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar töldu frest til að skila athugasemdum við frumvarpið of stuttan. Margir voru hlynntir möguleikum á persónukjöri en töldu mikilvægt að ríkið greiddi kostnað við kynningu. Samband Íslenskra sveitarfélaga benti meðal annars á háan kostnað sveitarfélaga vegna talningar atkvæða.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál