Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að tryggja að sérstakt átak, Vinna og virkni 2013, nái fram að ganga. Virkja á atvinnuleitendur sem ekki njóta lengur atvinnuleysisbóta.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimildir Atvinnuleysistryggingasjóðs til greiðslu á styrkjum vegna starfstengdra vinnumarkaðsúrræða verði rýmkaðar þannig að heimilt verði að veita styrki í allt að tólf mánuði frá því að síðasta greiðsla úr Atvinnuleysistryggingasjóði barst atvinnuleitanda.
Einnig að sett verði bráðabirgðaákvæði sem heimili Atvinnuleysistryggingasjóði að greiða framfærslustyrki í allt að 6 mánuði til þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 36 mánuði eða lengur en þó skemur en 42 mánuði miðað við 1. janúar 2013.
Lagt er til að aldurslágmark til greiðslu atvinnuleysisbóta verði 18 ár í stað 16.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
Lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks nr. 51/1995.
Kostnaður og tekjur: Reiknað er með að útgjöld ríkissjóðs aukist um 2,3 milljarða kr.
Umsagnir (helstu atriði): Umsögn barst frá Alþýðusambandi Íslands sem lýsti yfir stuðningi við frumvarpið.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál