Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að draga úr íþyngjandi kröfum sem gerðar eru til félaga og fjármálafyrirtækja þegar þau hækka hlutafé og að innleiða tilskipanir ESB.
Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingar eru þær að lagt er til að viðmiðunarfjárhæðir þeirra útboða sem falla undir útboðskafla laganna verði hækkaðar. Skilgreiningu á hæfum fjárfesti verði breytt og Fjármálaeftirlitið hætti að halda skrá yfir hæfa fjárfesta. Þá er ýmsum stjórnsýsluskilyrðum fyrir útgáfu lýsinga breytt til að auka skilvirkni og kröfur eru hertar varðandi meðferð og miðlun innherjaupplýsinga.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Meginmarkmið frumvarpsins er innleiðing á efni tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2010/673/EC sem varðar lýsingar sem birta skal við almennt útboð verðbréfa og töku verðbréfa til viðskipta.
Umsagnir (helstu atriði): Fáar umsagnir bárust en fjölmargar efnislegar athugasemdir eru gerðar við orðalag, skýringar, þýðingar og samræmingu í frumvarpinu.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti