Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.2.2013)
Markmið: Að betrumbæta núgildandi lög og innleiða ESB-ákvarðanir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að prófnefnd endurskoðenda færist undir ráðuneytið og endurskoðendaráði verði falið að hafa eftirlit með því að endurskoðendur gæti að fyrirmælum laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá er lagt til að ráðherra geti í tilteknum tilvikum afturkallað starfsleyfi endurskoðunarfyrirtækja og að innleiddar verði tvær ákvarðanir ESB.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur, og vísað er til laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Innleiða á ákvarðanir framkvæmdastjórnar ESB nr. 2010/485/EB, um bætta samvinnu við Ástralíu og Bandaríkin hvað varðar eftirlit með endurskoðendum, og nr. 2011/ 30/EB, um að gera opinber eftirlitskerfi aðildarríkjanna á þessu sviði jafngild kerfum nokkurra tiltekinna ríkja.
Umsagnir (helstu atriði): Fáar minni háttar efnislegar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Var ekki afgreitt úr nefnd. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði fram frumvarp, 664. mál, þar sem lagðar voru til breytingar til að innleiða EES-reglur. Frumvarp nefndarinnar var samþykkt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Atvinnuvegir: Viðskipti