Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

502 | Ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi (afnám heimildar til að veita stofnfjárstyrki)

141. þing | 30.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að afnema heimild til ríkissjóðs til styrkveitinga vegna nýfjárfestinga með stofnstyrkjum og lækka skatta á nýfjárfestingar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimild til veitingar ívilnana í formi beins fjárstuðnings, þ.e. stofnfjárstyrkja, verði felld úr gildi en í staðinn verði veittur aukinn skattafsláttur.
Tekjuskattshlutfallið lækkar í 18%, úr 20%, veittur verður 50% afsláttur, í stað 30%, af fasteignaskatti og tryggingagjaldi og stimpilgjald fellur niður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

Kostnaður og tekjur: Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis getur ekki metið áhrifin og telur þau óljós.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð um ívilnanir vegna nýfjárfestingar á Íslandi nr. 985/2010.

Umsagnir (helstu atriði): Engar efnislegar athugasemdir eru gerðar við frumvarpið en bent á að æskilegra væri að framkvæma heildarendurskoðun á löggjöfinni þar sem núgildandi lög falla úr gildi í árslok 2013.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 644 | 30.11.2012
Þingskjal 1021 | 14.2.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1136 | 6.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1237 | 13.3.2013

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 16.1.2013
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 11.1.2013
Íslandsstofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 19.12.2012
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 15.2.2013
Ríkisskattstjóri (athugasemd)