Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

501 | Fjármálafyrirtæki (eigendur, eigið fé, útibú o.fl., EES-reglur)

141. þing | 30.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Innleiðing tilskipana ESB og minni háttar lagfæringar.

Helstu breytingar og nýjungar: Helsta nýmælið er að lagt er til að nöfn þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fjármálafyrirtæki í lok reikningsárs verði tilgreind í ársreikningi fyrirtækisins. Þá eru lagðar til breytingar á hæfisreglum um lögmenn sem jafnframt sitja í stjórn fjármálafyrirtækis auk nokkurra lítilsháttar breytinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Innleiða á þrjár tilskipanir Evrópusambandsins með þessum lögum.
Um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 2004/39/EB (MiFID-tilskipunin),
Um lánastofnanir, eigið fé og greiðsluþjónustu nr. 2009/111/EB og
Um rekstur lánastofnana, eiginfjárköfu og eftirlit nr. 2010/76/EB.

Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir umsagnaraðila eru jákvæðar en gerðar eru fjölmargar athugasemdir við óskýrt orðalag, ónákvæmni og skort á samræmi.

Afgreiðsla: Samþykkt sem lög með nokkrum breytingum sem einkum tengdust upplýsingaskyldu varðandi eigendur hlutafjár og hæfisreglum lögmanna.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 643 | 30.11.2012
Þingskjal 1160 | 7.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1161 | 7.3.2013
Þingskjal 1320 | 21.3.2013
Flutningsmenn: Lilja Mósesdóttir
Þingskjal 1348 | 26.3.2013
Þingskjal 1357 | 27.3.2013
Flutningsmenn: Lilja Mósesdóttir
Þingskjal 1361 | 27.3.2013
Flutningsmenn: Helgi Hjörvar
Þingskjal 1383 | 27.3.2013

Umsagnir

Fjármálaeftirlitið (hæfi virks eiganda) (minnisblað)
Fjármálaeftirlitið (viðbótarumsögn) (umsögn)
KPMG hf. (umsögn)