Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

499 | Tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks)

141. þing | 30.11.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 2 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að draga úr neyslu á reyklausu tóbaki og því heilsutjóni sem slík neysla veldur.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til bann við innflutningi, framleiðslu og sölu tóbaksvara sem sérstaklega er beint að ungu fólki. Felld er niður undanþága um innflutning, framleiðslu og sölu á skrotóbaki og tóbaksneysla innan framhalds- og sérskóla bönnuð. Lagt er til að sett verði reglugerð sem kveði meðal annars á um leyfilega kornastærð reyklauss tóbaks.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002.
Lög um verslun með áfengi og tóbak nr. 86/2011.
Frumvarpið er endurflutt frá 139. þingi með nokkrum viðbótum.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði): Margir umsagnaraðila fögnuðu frumvarpinu og lögðu til að það yrði samþykkt. Aðrir bentu á að munntóbak væri mun skaðlausara en reyktóbak og því væri ávinningur af banni ekki skýr. Bent var á að markmið frumvarpsins væru óskýr og ekki ljóst hver hin umrædda bannvara væri. Einnig kom fram að frumvarpið væri andstætt meginreglum EES-samningsins um frjálsa vörflutninga milli landa og bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Fjölmiðlaumfjöllun:

Pétur Heimisson, Eyjólfur Þorkelsson (2013). Er reyklaust tóbak lyf að mati lækna? Læknablaðið 2. tbl. 99. árg.
Sjá ekki ávinning af munntóbaksbanni [frétt]. Morgunblaðið 16.1.2013.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 641 | 30.11.2012
Flutningsmenn: Guðbjartur Hannesson
Þingskjal 1202 | 9.3.2013

Umsagnir

Velferðarnefnd | 28.1.2013
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (afrit af bréfi) (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 11.1.2013
Barnaheill (umsögn)
Velferðarnefnd | 15.1.2013
Velferðarnefnd | 5.3.2013
Félag atvinnurekenda (athugasemd)
Velferðarnefnd | 15.1.2013
Velferðarnefnd | 31.1.2013
Velferðarnefnd | 17.2.2013
Velferðarnefnd | 14.1.2013
Velferðarnefnd | 30.1.2013
Siv Friðleisdóttir (lagt fram á fundi vf.) (ýmis gögn)
Velferðarnefnd | 14.1.2013
Velferðarnefnd | 14.1.2013
Urriðafoss ehf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 21.1.2013
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 4.3.2013
Velferðarráðuneytið (ýmis gögn)