Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

490 | Fjölmiðlar (eignarhald, ábyrgðarmenn o.fl., EES-reglur)

141. þing | 30.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja gagnsæi og sporna gegn samþjöppun í eignarhaldi á fjölmiðlum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bætt verði í lögin nýjum kafla um eignarhald á fjölmiðlum. Þar eru meðal annars ákvæði um eftirlit með fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlum, eftirlit með samruna og ákvæði um málsmeðferð. Lagðar eru til breytingar sem skýra betur hlutverk ábyrgðarmanns. Mælt er fyrir um að fjölmiðlanefnd skuli heimilt að krefjast upplýsinga um raunverulegt eignarhald á fjölmiðlum. Lagt er til að refsivert verði að miðla hatursáróðri.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjölmiðla nr. 38/2011.
Fumvarpinu, sem lagt var fram á 140. þingi, er breytt á þann veg að felld er út grein þar sem mælt var fyrir um bann við birtingu skoðanakannana sjö dögum fyrir kosningar.

Tvívegis hafa verið lögð fram frumvörp sem byggjast á skýrslu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla, frá því í apríl 2005. Þau sneru einkum að eignarhaldi á fjölmiðlum. Var það gert á 133. löggjafarþingi, 04.10.2006 (58. mál), og á 132. löggjafarþingi, 28.04.2006 (791. mál). Nefndin, sem skilaði skýrslunni, var skipuð í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði lögum nr. 48/2004 staðfestingar. Í kjölfar synjunarinnar voru sett lög nr. 107/2004, um brottfall laganna, og kváðu þau á um skipun nefndarinnar.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð. Þó má vera að hjá Samkeppniseftirliti verði talin þörf á að fjölga athugunum og hugsanlega að ráða starfsmann til að sinna þessum málum betur.

Aðrar upplýsingar:

Tillögur nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Fréttatilkynning 6.10.2011. Meðfylgjandi eru tillögur nefndarinnar og bókun fulltrúa þingflokks Framsóknarflokks.
Greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi (2004). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Skýrsla nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla (2005). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.

Iceland Early Parliamentary Elections 25 April 2009: OSCE/ODIHR Election Assessment Mission Report (2009). Varsjá: Organization for Security and Co-operation in Europe.

Ragnar Karlsson (2005). Ys og þys útaf engu? Skiptir eignarhald fjölmiðla máli? Málþing um skýrslu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla. Félagsfræðingafélag Íslands og meistaranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, 30. september 2005.

Media landscape. Vefur European Journalism Center.

Council of Europe – Information society and Media.

Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om eierskap i medier (medieeierskapsloven) LOV 1997-06-13 nr. 53.

Unnið er að endurskoðun laganna. Skipuð hefur verið nefnd sem skilaði skýrslu 24. apríl 2012.
Medieeierskapsutredningen: Ekspertgruppe for gjennomgang av medieeierskapslove.

Ekki er sérstök löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum á öðrum Norðurlöndum. Sjá nánar: Medielovgivning i Norden.

Umsagnir (helstu atriði): Þær umsagnir sem bárust vörðuðu flestar greinar frumvarpsins. Meðal annars voru gerðar athugasemdir við að krafist væri ríkisborgararéttar innan EES-svæðisins vegna fyrirsvarsmanns fjölmiðlaveitu. Heimild Samkeppniseftirlitsins og fjölmiðlanefndar til að hlutast til um starfsemi fjölmiðla þótti of víðtæk. Einnig var bent á nauðsyn þess að setja löggjöf um samfélagsmiðla með það fyrir augum að sporna gegn hatursáróðri í samfélaginu.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með orðalagsbreytingum og breytingu á gildistökuákvæði.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 631 | 30.11.2012
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1346 | 26.3.2013
Þingskjal 1366 | 27.3.2013
Þingskjal 1381 | 27.3.2013

Umsagnir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið (lagt fram á fundi) (minnisblað)