Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að auka eftirlit með happdrættum, efla forvarnir og takmarka aðgengi að fjárhættuspilum á netinu sem eru óheimil hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar: Komið verði á fót sérstakri stofnun, Happdrættisstofu, sem annist faglegt og kerfisbundið eftirlit með happdrættisstarfsemi og veiti stjórnvöldum ráðgjöf.
Lagt er til bann við greiðsluþjónustu til að koma í veg fyrir ólöglega netspilun á erlendum sem innlendum vefsíðum.
Ráðherra er gert heimilt að veita einum eða fleiri aðilum saman, sem hafa leyfi til að reka happdrætti á grundvelli sérlaga, leyfi til að starfrækja happdrætti á netinu.
Stefnt er að því að draga úr samkeppni á happdrættismarkaði þannig að fé nýtist sem best til góðgerðarmála.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um happdrætti nr. 38/2005.
Kostnaður og tekjur: Frumvarpið gerir ráð fyrir að eftirlits- og forvarnargjaldið standi undir rekstri Happdrættisstofu þannig að ekki hljótist af útgjaldaauki fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Daníel Þór Ólason (2012). Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011. Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.
Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om lotterier m.v. (lotteriloven LOV-1995-02-24-11.
Síðasta breyting um greiðslumiðlun LOV-2008-12-19-117.
Danmörk
Lov om spil LOV nr 848 af 01/07/2010.
Svíþjóð
Lotterilag (1994:1000).
Finnland
Lotterilag 23.11.2001/1047.
Umsagnir (helstu atriði): Margar og ítarlegar umsagnir með breytingartillögum bárust um frumvarpið.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti