Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Breytingar á barnalögum í kjölfar þess að dómurum hefur verið fengin heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hvar barn eigi að eiga lögheimili.
Helstu breytingar og nýjungar: Ákvæði um ráðgjöf vegna mála sem varða ágreining um lögheimili barns, sáttameðferð í lögheimilismálum og sáttameðferð vegna mála í tengslum við aðför. Innleiðing ákvæða um ráðgjöf og sáttameðferð og ákvæða þess efnis að sérfræðingar í málefnum barna veiti umsagnir í umgengnismálum krefst undirbúnings og því er lagt til að gildistöku laganna verði frestað til 1. júlí 2013.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum, nr. 63/2012.
Barnalög nr. 76/2003.
Kostnaður og tekjur: Innanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að kostnaðarauki vegna ráðgjafar til foreldra samsvari allt að 5,5 stöðugildum sem hefði í för með sér aukin útgjöld upp á allt að 35 til 40 milljónir kr. á ári.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af forældreansvarsloven LBK nr 1073 af 20/11/2012.
Svíþjóð
Föräldrabalk (1949:381).
Tvöfalt lögheimili – sjá einnig:
Socialförsäkringsbalk (2010:110).
16. kafli Gemensam vårdnad 5 – 8 gr.
17. kafli Växelvist boende 4 gr.
18. kafli 2. gr.
Noregur
Lov om barn og foreldre (barnelova) LOV-1981-04-08-7.
Finnland
Lag angående vårdnad om barn och umgängesrätt 8.4.1983/361.
Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir bárust, en minnisblað um efni frumvarpsins barst frá innanríkisráðuneytinu samkvæmt beiðni nefndarinnar þar sem varpað var nánara ljósi á greinar frumvarpsins um ráðgjöf og sáttameðferð og liðsinni við sýslumenn í umgengnismálum.
Afgreiðsla: Meiri hluti velferðarnefndar lagði fram nefndarálit með breytingartillögu á þingskjali 821 þar sem lagt var til að lögin taki gildi 1. apríl 2013 en ekki 1. júlí eins og lagt er til í frumvarpinu.
Minni hluti nefndarinnar lagði fram nefndarálit með breytingartillögu á þingskjali 831 þar sem lagt var til að þau tækju gildi 1. janúar 2013 eins og upphaflega var áætlað. Breytingartillaga minni hlutans var samþykkt og varð frumvarpið að lögum svo breytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál