Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

469 | Skyldutrygging lífeyrisréttinda (skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris o.fl.)

141. þing | 29.11.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.2.2013)

Samantekt

Markmið: Að skýra og breyta ýmsum ákvæðum í núgildandi lögum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lífeyrissjóðum verði veitt heimild til þess að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við að sjóðfélagi fari í endurhæfingu og að framlag lífeyrissjóða vegna þess verði ekki núvirt við tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðanna fyrir árin 2016 og 2017.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Lög nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.
VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir eru jákvæðar en Öryrkjabandalagið gerir nokkrar athugasemdir sem snúa meðal annars að skilyrðum fyrir greiðslu örorkulífeyris, mats á örorku og meðferð mála.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál

Þingskjöl

Þingskjal 603 | 29.11.2012
Flutningsmenn: Katrín Júlíusdóttir

Umsagnir

Landssamtök lífeyrissjóða (viðbótar umsögn) (umsögn)
Landssamtök lífeyrissjóða Viðbótarumsögn (umsögn)