Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

460 | Lyfjalög (lyfjablandað fóður, EES-reglur)

141. þing | 29.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja lagastoð fyrir innleiðingu á tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins um skilyrði sem hafa áhrif á blöndun, markaðssetningu og notkun lyfjablandaðs fóðurs fyrir dýr.

Helstu breytingar og nýjungar: Kveðið er á um að Lyfjastofnun skuli hafa það hlutverk að fjalla um umsóknir og útgáfu innflutnings- og framleiðsluleyfa fyrir lyfjablandað fóður fyrir dýr. Einnig er lagt til að lagt verði á eftirlitsgjald vegna starfsemi innflytjenda og framleiðenda lyfjablandaðs fóðurs.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lyfjalög nr. 93/1994.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun ráðsins frá 26. mars 1990 um skilyrði sem hafa áhrif á blöndun, markaðssetningu og notkun lyfjablandaðs fóðurs í bandalaginu (90/167/EBE).
Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn
. Frétt á vef ESA 28.11.2012.

Umsagnir (helstu atriði): Umsögn barst frá Samtökum verslunar og þjónustu. Þar er meðal annars bent á að ekki sé að fullu ljóst af orðalagi 2. gr. frumvarpsins hvort leyfisskyldan taki eingöngu til innflutnings og/eða sölu á lyfjablönduðu fóðri eða einnig til sölu og/eða dreifingar á því fóðri.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með breytingum á lágmarksfjárhæðum gjaldtökuheimilda.

Fjölmiðlaumfjöllun: EFTA stefnir Íslandi. Ruv.is 28.11.2012.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 586 | 29.11.2012
Flutningsmenn: Guðbjartur Hannesson
Þingskjal 1008 | 12.2.2013
Þingskjal 1046 | 25.2.2013
Þingskjal 1080 | 26.2.2013

Umsagnir