Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að flytja umsýslu umsókna og útgreiðslu styrkja vegna flutningsjöfnunar til Byggðastofnunar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að umsýsla umsókna og útgreiðslna styrkja vegna flutningsjöfnunar flytjist frá ráðuneytinu til Byggðastofnunar og að gildistími laganna verði framlengdur til ársloka 2013.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun.
Kostnaður og tekjur: Kostnaðarmat fjárlagaskrifstofu er óljóst en líklega hefur fyrirhuguð breyting lítil áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Byggðastofnun
ESA kort
Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag flutningsjöfnunar (2008). Reykjavík: Viðskiptaráðuneytið.
Reglugerð um flutningsjöfnunarstyrki nr. 67/2012.
Umsagnir (helstu atriði): Engar umsagnir voru um þetta mál.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti