Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (7.2.2013)
Markmið: Að viðskipti með fasteignir og skip verði örugg og réttarstaða aðila sé skýr.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að eftirlitsnefnd fasteignasala, sem hefur stöðu stjórnsýslunefndar, taki við kvörtunum frá kaupendum og seljendum fasteigna telji þeir að fasteignasali hafi valdið sér tjóni. Lögð er til breyting á fyrirkomulagi náms og prófa til löggildingar á störfum fasteignasala og að skylduaðild að félagi fasteignasala verði afnumin. Þá verði einkaréttur fasteignasala til að hafa milligöngu um sölu atvinnufyrirtækja annarra en hlutafélaga afnuminn.
Breytingar á lögum og tengd mál: Fella á úr gildi lög nr. 99/2004, um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om omsætning af fast ejendom LBK nr 1717 af 16/12/2010.
Noregur
Lov om eiendomsmegling (Eiendomsmeglingsloven) LOV-2007-06-29-73.
Tilskipun 2005/60/EB um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og til fjármögnunar hryðjuverkamanna.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir eru yfirleitt jákvæðar en samt eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ýmsar greinar frumvarpsins, sjá t.d. umsögn Neytendasamtakanna.
Afgreiðsla: Var ekki afgreitt úr nefnd. Efnahags- og viðskiptanefnd flutti frumvarp, 665 mál, þar sem lagðar voru til minniháttar breytingar á núgildandi lögum varðandi fjárhæð eftirlitsgjalds fasteignasala og innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um varnir gegn peningaþvætti. Frumvarp nefndarinnar var samþykkt.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti