Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að breyta álagningarhlutföllum eftirlitsgjalds á fjármálastofnanir.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir breytingum á flestum álagningarhlutföllum, fastagjöldum og eftirlitsgjöldum. Hlutfallstölur gjalda lánastofnana lækka en hækka hjá vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum o.fl., þ. á m. Íbúðalánasjóði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar: Fjárlagaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis gerir veigamiklar athugasemdir varðandi útreikninga og fjárþörf Fjármálaeftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið.
Umsagnir (helstu atriði): Gerð er athugasemd við að ekki hafi dregið úr umsvifum Fjármálaeftirlitsins og að gjöld hafi þar með lækkað.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti