Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (25.2.2013)
Markmið:
Að heimila og stuðla að miðlun upplýsinga um misgerð, tryggja vernd uppljóstrara og stuðla að gegnsæi um upplýsingar sem varða almannahagsmuni og eiga erindi til almennings.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið tekur til uppljóstrara sem miðla, hyggjast miðla, gera tilraun til að miðla eða eru grunaðir um að miðla upplýsingum um misgerð eða eru í góðri trú um að upplýsingarnar séu um misgerð.
Það tekur til upplýsinga sem varða ríki, sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðra opinbera aðila, lögaðila í opinberri eigu að hluta eða að fullu og starfsemi einkaaðila.
Í frumvarpinu er kveðið á um skilyrði fyrir vernd uppljóstrara og réttindi þeirra.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpinu.
Aðrar upplýsingar: Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu. Sjá bls. 6-58.
Samningur Evrópuráðsins á sviði refsiréttar um spillingu. Sjá bls. 6-22.
Samningur Evrópuráðsins á sviði einkamálaréttar um spillingu. Civil Law Convention on Corruption.
Löggjöf í Noregi, Bretlandi og í Bandaríkjunum
Noregur
Lov om arbeidsmiljø, arbeidstid og stillingsvern mv. (arbeidsmiljøloven) LOV-2005-06-17-62.
Bretland
Public Interest Disclosure Act 1998.
Bandaríkin
Sarbanes–Oxley Act 2002 .
Whistleblower Protection Act of 1989.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Viðskipti