Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

449 | Sveitarstjórnarlög (rafrænar íbúakosningar og rafrænar kjörskrár)

141. þing | 28.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styðja við framkvæmd rafræns lýðræðis í sveitarfélögum.

Helstu breytingar og nýjungar: Ráðherra getur heimilað sveitarfélögum að hafa samráð við íbúa á grundvelli X. kafla sveitarstjórnarlaga með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn.

Breytingar á lögum og tengd mál: Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld Þjóðskrár Íslands vegna verkefnisins nemi um 30 milljónum kr. vegna vinnu við stofnkostnað og fjögur tilraunaverkefni. Um er að ræða tímabundið þróunarverkefni sem nær til maí 2018. Gangi það vel kann það að fela í sér tækifæri til að lækka kostnað ríkissjóðs vegna kosninga bæði á sveitarstjórnarstigi og til Alþingis til lengri tíma litið.

Aðrar upplýsingar: Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins (2012). Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.
Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og lýðræði.
Netríkið Ísland 2008-2012 : stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið (2008). Reykjavík: Forsætisráðuneytið.

Evrópuráðið, tilmæli með leiðbeiningum fyrir rafrænar kosningar. Recommendation Rec(2004)11 of the Committee of Ministers to member states on legal, operational and technical standards for e-voting.

Tilraunaverkefni í Noregi (e-valg prosjektet), helstu gögn:
E-valg 2011-prosjektet, vefur verkefnisins.
Evaluation of the e-voting trial in 2011, vefur á ensku.
Úttekt Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á norska tilraunaverkefninu:
Norway : Internet Voting Pilot Project Local Government Elections 12 September 2011 (2012). Warsaw: Office for Democratic Institutions and Human Rights.

Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om valg til Stortinget, fylkesting og kommunestyrer (valgloven) LOV-2002-06-28-57.
15. kafli.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om kommunale og regionale valg LBK nr 105 af 08/02/2011.

Svíþjóð
Vallag (2005:837).

Finnland
Vallag 2.10.1998/714.

Umsagnir (helstu atriði):

Í umsögnum var almennt stuðningur við rafrænar íbúakosningar og aukna notkun rafrænna kjörskráa. Bent var á nauðsyn þess að lágmarkskröfur væru gerðar til þeirra auðkenna sem heimilt verður að nota við rafrænar íbúakosningar.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum. Meðal annars voru samþykkt sú breyting að sveitarstjórn sé heimilt að miða kosningaaldur í íbúakosningu við 16 ár.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 563 | 28.11.2012
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson
Þingskjal 1118 | 5.3.2013
Þingskjal 1238 | 14.3.2013
Þingskjal 1252 | 14.3.2013
Flutningsmenn: Árni Þór Sigurðsson
Þingskjal 1268 | 15.3.2013
Flutningsmenn: Ólafur Þór Gunnarsson
Þingskjal 1272 | 15.3.2013

Umsagnir

Auðkenni ehf. (viðbótar umsögn) (umsögn)