Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

448 | Búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum (leiðbeiningarþjónusta, búvörusamningar o.fl.)

141. þing | 28.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að færa í lög breytingar vegna endurnýjunar búvörusamninga og koma til móts við bændur vegna tjóns sem varð í óveðri á Norðurlandi í september síðastliðnum.

Helstu breytingar og nýjungar: Breyta á leiðbeiningarþjónustu bænda þannig að í stað svæðisbundinnar þjónustu verði ein þjónusta fyrir allt landið auk ýmissa minnháttar breytinga sem tengjast búvörusamningnum. Þá er lagt til að heimilaðar verði beingreiðslur og álagsgreiðslur til bænda vegna gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu þrátt fyrir fjárfelli.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á búnaðarlögum nr. 70/1998 og lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð umfram það sem ákveðið er í fjárlögum.

Aðrar upplýsingar: Búvörusamningur 2012.

Umsagnir (helstu atriði): Nokkar athugasemdir og tilmæli bárust og var tekið tillit til þeirra.

Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum.

Fjölmiðlaumfjöllun: Fréttatilkynning (13.11.2012) forsætisráðuneytis um fjárstuðning vegna óveðursins.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 562 | 28.11.2012
Þingskjal 736 | 17.12.2012
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 738 | 17.12.2012
Þingskjal 770 | 19.12.2012
Þingskjal 783 | 19.12.2012

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 11.12.2012
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (till. um breyt.) (athugasemd)
Atvinnuveganefnd | 13.12.2012