Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að skýrgreina betur ákvæði um stærðarmörk smábáta í fiskveiðistjórnarkerfinu og breyta úthlutun afla til smábáta.
Helstu breytingar og nýjungar: Bátar í krókaaflamarkskerfi megi ekki vera stærri en 15 brúttótonn og hámarksafli í strandveiði verði ákveðið hlutfall, 3,6%, af heildarafla viðkomandi fisktegundar í stað fastákveðins heildarafla.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Kostnaður og tekjur: Ekki eru forsendur til að meta áhrifin á ríkissjóð.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar eru flestir andsnúnir frumvarpinu og telja það ekki ná yfirlýstum markmiðum um nýliðun og jafnræði.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur