Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

429 | Náttúruvernd (heildarlög)

141. þing | 21.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 76 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að fá heildstæða löggjöf um náttúruvernd.

Helstu breytingar og nýjungar: Sett eru fram ítarlegri markmiðsákvæði og sérstök verndarmarkmið varðandi vistgerðir, vistkerfi og landslag. Útfærðar eru nokkrar af helstu meginreglum umhverfisréttar og kveðið með skýrari hætti á um hlutverk og ábyrgð stjórnvalda. Staða almannaréttar er styrkt og gert er ráð fyrir auknu samráði við hagsmunaaðila og almenning. Lagt er til að náttúruminjaskrá verði meginstjórntæki náttúruverndar á Íslandi og að sérstakur sjóður, náttúruverndarsjóður, verði settur á laggirnar til að stuðla að náttúruvernd og umönnun friðaðra og friðlýstra náttúruminja.

Breytingar á lögum og tengd mál: Nýjum lögum er ætlað að leysa af hólmi lög nr. 44/1999, um náttúruvernd, og þá verða einnig gerðar nokkrar breytingar á 14 lögum sem tengjast málinu.

Kostnaður og tekjur: Sveitarfélögin gera ráð fyrir að útgjöld þeirra muni aukast um 20–50 milljónir kr. á ári. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist um 24 milljónir kr. á árinu 2013 og 48  milljónir kr. á ári eftir það en þau gætu einnig aukist um 105,5 milljónir kr. á ári, ef ákveðið yrði að fjölga náttúruverndarumdæmum. Tekið er fram að ekki sé gert ráð fyrir þeim útgjaldaauka í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né heldur í langtímaáætlun um ríkisfjármál.

Aðrar upplýsingar:
Náttúruvernd. Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands (2011). Reykjavík. Umhverfisráðuneytið.
Fréttatilkynning umhverfisráðuneytis um útkomu Hvítbókarinnar 6. september 2011. VII. Umhverfisþing  2011. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur

Lov om forvaltning av naturens mangfold (naturmangfoldloven. LOV-2009-06-19-100.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om naturbeskyttelse (Naturbeskyttelsesloven) LBK nr 933 af 24/09/2009.

Svíþjóð
Miljöbalk nr. 808/1998.

Finnland
Naturvårdslag nr. 1096/1996.

Umsagnir (helstu atriði): Fjölmargar umsagnir bárust og beinast athugasemdir að flestum köflum frumvarpsins. Umsagnaraðilar telja að margt sé til bóta en sumir benda á að meira samráð og samvinnu hefði þurft við undirbúning og gerð frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt sem lög með fjölmörgum orðalagsbreytingum sem styrktu meginmarkmið laganna.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 537 | 21.11.2012
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1113 | 4.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1114 | 4.3.2013
Þingskjal 1248 | 14.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1251 | 14.3.2013
Nefndarálit    
Þingskjal 1375 | 27.3.2013
Þingskjal 1378 | 27.3.2013
Þingskjal 1395 | 28.3.2013

Umsagnir

Áhugafólk um ferðafrelsi (undirskriftarlisti) (mótmæli)
Forlagið (umsögn)
Landsnet (umsögn)
Landssamband sumarhúsaeiganda Sameiginl. ub með Landssamtökum landeigenda á Ísla (umsögn)
Landvernd (umsögn)
Reykjanesbær (sbr. ums. Sambands ísl. sveitarfélaga) (tilkynning)
Samband íslenskra sveitarfélaga (viðbótarumsögn) (umsögn)
Samtök atvinnulífsins o.fl. (frá SI, LÍÚ og SA) (umsögn)
Samtök náttúrustofa (sent skv. beiðni)+ (minnisblað)
Sveitarfélagið Skagafjörður (sbr. ums. Sambands ísl. sveitarfélaga) (umsögn)
Umhverfisstofnun (kostnaðarmat) (minnisblað)
Veðurstofa Íslands (um 56. gr.) (umsögn)