Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

420 | Almenn hegningarlög (öryggisráðstafanir o.fl.)

141. þing | 20.11.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.2.2013)

Samantekt

Markmið: Endurskoðun VII. kafla almennra hegningarlaga um öryggisráðstafanir, sviptingu borgararéttinda og upptöku eigna.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið skýrir betur helstu úrræði vegna afbrota þar sem ekki er hægt að beita refsingu. Samspil úrræða er skilgreint og skilyrði fyrir beitingu þeirra skýrð.
Lagt er til að lögfestar verði reglur um tímalengd öryggisráðstafana og að dómara verði heimilt, að uppfylltum ströngum skilyrðum, að beita öryggisráðstöfunum í beinu framhaldi af afplánun þess sem dæmdur hefur verið fyrir gróf ofbeldis- eða kynferðisbrot.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Almenn hegningarlög nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að útgjöld Fangelsismálastofnunar geti aukist um allt að 4,5 milljónir kr. á ári.

Aðrar upplýsingar:

The Declaration of Hawaii.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.


Löggjöf á Norðurlöndunum
Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven LBK nr 1007 af 24/10/2012.
Sjá einkum 9. kafla.

Noregur
Almindelig borgerlig Straffelov (Straffeloven) LOV-1902-05-22-10.
Sjá einkum 44. gr., 39. gr. og gr. 39 a-h.

Svíþjóð
Brottsbalk (1962:700).
Sjá einkum 6. gr. 30. kafla.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Sjá einkum 4. gr. 3. kafla.
 

Umsagnir (helstu atriði): Í gagnrýni umsagnaraðila var bent á að í frumvarpinu væru faglegir ágallar, í því fælust mannréttindabrot og kostnaður væri vanmetinn. Bent var á að frumvarpið stríddi gegn Hawaii-samþykkt Alþjóðasambands geðlækna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Fjölmiðlaumfjöllun: Færð í nútímalegt horf [frétt]. Morgunblaðið 5.3.2013.
Frumvarp ráðherra mikil afturför [fréttaskýring]. Morgunblaðið 28.2.2013.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 527 | 20.11.2012
Flutningsmenn: Ögmundur Jónasson

Umsagnir