Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

417 | Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins (afnám greiðslumiðlunar)

141. þing | 19.11.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að leggja af lögboðna greiðslumiðlun sjávarútvegsins.

Helstu breytingar og nýjungar:

Þótt lagt sé til að lögboðin greiðslumiðlun verði aflögð er í bráðabirgðaákvæði, með gildistíma til 1. janúar 2016, kveðið á um að fiskkaupendum sem taka við afla smábáta verði skylt að greiða allt að 0,5% af aflaverðmæti til samtaka útvegsaðila. Þá er lagt til að lög um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa falli niður.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Breyta á lögum nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, og lagt er til að felld verði úr gildi lög nr. 17/1976, um greiðslu vátryggingargjalda fiskiskipa.

Kostnaður og tekjur:

Hefur ekki áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Helsta tilefni frumvarpsins er dómur Hæstaréttar, Hrd. frá 18. október 2010, í máli nr. 504/2008 (Landssamband smábátaeigenda), þar sem talið var að skylda til greiðslu félagsgjalda til Landssambands smábátaeigenda, eins og á stóð í málinu, væri í bága við rétt manna til að standa utan félaga skv. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, lög nr. 33/1944.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnaraðilar benda meðal annars á að verið sé að uppfæra lög sem eru orðin úreld og að breytingarnar séu ekki nema að nokkru leyti í samræmi við raunveruleikann.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt. 

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 517 | 19.11.2012
Þingskjal 1131 | 6.3.2013
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1257 | 14.3.2013
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1347 | 26.3.2013
Þingskjal 1362 | 27.3.2013
Flutningsmenn: Kristján L. Möller
Þingskjal 1382 | 27.3.2013

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 5.2.2013
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (sbr. ums. SSÍ) (tilkynning)
Atvinnuveganefnd | 11.2.2013
Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. (frá SF, SA og LÍÚ) (umsögn)