Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (3.12.2012)
Markmið:
Að leiða í lög heimild sem veitir veiðifélögum rétt til að starfa í svæðisbundnum deildum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Heimild sem veitir veiðifélögum rétt til að starfa í svæðisbundnum deildum.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Breyta á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.
Kostnaður og tekjur:
Hefur ekki áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Álitsgerð LEX lögmannsstofu, sem unnin var að beiðni Landssambands veiðifélaga, um réttarstöðu deilda í veiðifélögum.
Reglugerð um starfsemi veiðifélaga nr. 1024/2006.
Reglugerð um arðskrár veiðifélaga nr. 412/2007.
Umsagnir (helstu atriði): Gagnrýni umsagnaraðila beinist einkum að 2. gr. frumvarpsins sem heimilar að veiðifélög starfi í deildum, sjá umsögn Veiðimálastofnunar.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd