Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að setja lagastoð fyrir innleiðingu á hluta ákvæða reglugerðar ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.
Helstu breytingar og nýjungar:
Útfærð er lagastoð fyrir innleiðingu reglna EES-samningsins um uppboð losunarheimilda frá og með árinu 2012 og ákvæði sem geta falið í sér íþyngjandi ákvarðanir varðandi reikninga í skráningarkerfi losunarheimilda. Auk þess eru gerðar minni háttar breytingar.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Breyta á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins hafi áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Innleiða á reglugerð ESB um kerfi varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, nr. 1193/2011, með þessum lögum en fyrri reglugerð um sama efni er nr. 920/2010.
Reglugerð nr. 360/2012, um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir.
Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson (2012). Álitsgerð um hvort innleiðing reglugerðar ESB nr. 1193/2011 um sameiginlegt skráningarkerfi fyrir losunarheimildir sé annmörkum háð með tilliti til ákvæða stjórnarskrárinnar. Reykjavík. Utanríkisráðuneytið.
Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir umsagnaraðila eru minni háttar.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem unnið var að í ráðuneytinu eftir að málið var lagt fram á Alþingi.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti