Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

363 | Eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (framleiðsla og dreifing áburðar o.fl.)

141. þing | 6.11.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (3.12.2012)

Samantekt

Markmið:

Að styrkja lagaheimildir Matvælastofnunar vegna eftirlits með áburði o.fl.

Helstu breytingar og nýjungar:

Helstu breytingar varða ábyrgð framleiðenda eða dreifingaraðila á að vörur uppfylli skilyrði og séu í samræmi við innihaldslýsingu. Einnig eru lögð til ýmis ákvæði um stjórnsýslusektir og refsiviðurlög vegna brota á lögunum.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Breyta á lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Kostnaður og tekjur:

Hefur ekki áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

  Frumvarp með sama heiti var lagt fram á 140. löggjafarþingi en nú hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar frá fyrra frumvarpi:
    a.     Í 3. gr. frumvarpsins er sérstaklega áréttað að til framleiðslu lyfjablandaðs fóðurs þarf einnig leyfi Lyfjastofnunar.
    b.     Í 11. gr. frumvarpsins er áréttað að brot gegn lögunum þurfa að vera framin af stórfelldu gáleysi til að það varði sektum eða fangelsi.
 

Umsagnir (helstu atriði): Athugasemdir umsagnaraðila beinast að íþyngjandi heimildum eftirlitsaðila og refsigleði. Sjá einnig umsagnir við málið á 140. þingi.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður

Þingskjöl

Þingskjal 420 | 6.11.2012

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 5.12.2012