Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

319 | Opinberir háskólar (landbúnaðarháskólar og samstarf opinberra háskóla)

141. þing | 25.10.2012 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að allir opinberir háskólar búi við sama lagaumhverfi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla – Háskólans á Hólum er felld undir lög um opinbera háskóla.
Lagt er til að samstarf opinberra háskóla verði lögfest, svokallað háskólanet.
Ákvæði laga um opinbera háskóla eru samræmd breytingum á lögum um háskóla, nr. 63/2006, sem samþykktar voru á 140. löggjafarþingi, vorið 2012, þ.m.t. ákvæðum laganna um hæfisskilyrði starfsmanna háskóla.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lagðar eru til breytingar á lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Verði frumvarpið að lögum falla brott eftirfarandi lög:
Lög um búnaðarfræðslu nr. 57/1999.
2. mgr. 9. gr. og V. kafli, ásamt fyrirsögn, laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965.
Lög um tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands að Stóra-Ármóti, nr. 29/1981.
 

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir auknum framlögum til Landbúnaðarháskólans vegna búnaðar- og starfsmenntanáms á framhaldsskólastigi. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna áframhaldandi reksturs háskólanetsins auki útgjöld ríkissjóðs árlega um a.m.k. 50 milljónir kr. eftir 2014 en verði samtals 600 milljónir kr. fyrir árin 2011–2014.

Aðrar upplýsingar:

Tillögur Vísinda- og tækniráðs um einföldun vísinda- og nýsköpunarkerfisins.
Einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu: skýrsla drög (2012). Reykjavík: Starfshópur Vísinda- og tækninefndar VTR.
 

Umsagnir (helstu atriði): Tvær umsagnir bárust. Menntavísindasvið Háskóla Íslands lagði til að ráðherra gerði ár hvert tillögur um fjárframlög til að mæta kostnaði vegna samstarfs opinberu háskólanna. Bændasamtök Íslands töldu frumvarpið setja búnaðar- og garðyrkjunám í landinu í uppnám.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með lítilsháttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 366 | 25.10.2012
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1345 | 26.3.2013
Þingskjal 1380 | 27.3.2013

Umsagnir