Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að setja skýrari skilyrði fyrir beitingu tiltekinna aðgerða í þágu rannsóknar. Þær aðgerðir sem um ræðir eru símahlustun, upptaka á hljóðum og merkjum, taka ljósmynda og kvikmynda og notkun eftirfararbúnaðar.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að heimild lögreglu til að beita símahlustun og skyldum aðgerðum við rannsókn mála verði þrengd. Heimildin yrði í öllum tilvikum að réttlætast af því að ríkir almanna- eða einkahagsmunir væru í húfi.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Kostnaður og tekjur:
Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Lög á Norðurlöndunum
Noregur
Lov om rettergangsmåten i straffesaker (Straffeprosessloven). LOV-1981-05-22-25.
Kafli 16a Avlytting og annen kontroll av kommunikasjonsanlegg (kommunikasjonskontroll).
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje. LBK nr 1063 af 17/11/2011.
Kafli 71 Indgreb i meddelelseshemmeligheden, observation, dataaflæsning og forstyrrelse eller afbrydelse af radio- eller telekommunikation.
Svíþjóð
Rättegångsbalk (1942:740).
27 kap. Om beslag, hemlig avlyssning av elektronisk kommunikation m.m.
Lag (2007:978) om hemlig rumsavlyssning.
Lag (2008:854) om åtgärder för att utreda vissa samhällsfarliga brott.
Finnland
Tvångsmedelslag 30.4.1987/450 (falla úr gildi 1.1.2014).
Kafli 5 a Teleavlyssning, teleövervakning och teknisk observation.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru neikvæðar nema hvað varðar lækkun refsiramma úr 8 árum í 6. Dregið var í efa að heimildir til símahlustunar og skyldra úrræða verði skýrari með samþykkt frumvarpsins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Ögmundur Jónasson. Lögregla og lýðræði. Fréttablaðið 29.10.2012.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit