Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að auka skilvirkni í meðferð kærumála vegna gerðar opinberra samninga.
Helstu breytingar og nýjungar:
Réttarvarsla á sviði opinberra innkaupa er og verður í höndum sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar, kærunefndar útboðsmála, og ný úrræði sem mælt er fyrir um, þ.e. óvirkni og önnur viðurlög, verða það einnig. Óvirkni er nýtt réttarúrræði sem svarar að verulegu leyti til þess að samningur sé felldur úr gildi.
Aðkoma almennra dómstóla að úrskurðum og áherslubreyting við réttarvörslu verður skýrari en áður.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög nr. 84/2007, um opinber innkaup.
Kostnaður og tekjur:
Hefur líklega ekki áhrif á fjárhag ríkisjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/66/EB er varðar aukna skilvirkni í meðferð kærumála vegna gerðar opinberra samninga.
Kærunefnd útboðsmála. Úrskurðir og álit.
Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir eru mjög jákvæðar en fram komu gagnlegar ábendingar og minniháttar athugasemdir.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti