Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

287 | Hollustuhættir og mengunarvarnir (loftgæði, færanleg starfsemi, umhverfismerki o.fl., EES-reglur)

141. þing | 23.10.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 2 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið:

Að innleiða ESB-gerðir um umhverfismerki, loftgæði og efri losunarmörk og styrkja framkvæmd evrópska og norræna umhverfismerkisins hér á landi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Tilskipanir ESB um tiltekin loftmengunarefni og gæði andrúmslofts verða styrktar í íslenskum rétti. Einnig verða skýrðar reglur um notkun umhverfismerkisins Svansins og evrópska umhverfismerkisins Blómsins.
 

Breytingar á lögum og tengd mál:

Breyta á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Kostnaður og tekjur:

Útgjöld aukast um 12 milljónir króna en tímabundinn stofnkostnaður í eitt ár er áætlaður um 29 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárlagafrumvarpi.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun  2001/81/EB um landsbundin efri mörk losunar fyrir tiltekin loftmengunarefni (þaktilskipunin).
Tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu (loftgæðatilskipunin).

Reglugerð 66/2010 um umhverfismerki Evrópusambandsins.

Svanurinn, norræna umhverfismerkið.
Blómið, umhverfismerki ESB.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om vern mot forurensninger og om avfall (Forurensningsloven) LOV-1981-03-13-6.


 

Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar minn háttar athugasemdir bárust, einkum frá aðilum sem voru með í ráðum við samningu frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 320 | 23.10.2012
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1117 | 5.3.2013

Umsagnir

Samtök atvinnulífsins o.fl. (SA,SI,SVÞ,SF,SAF,LÍÚ) (umsögn)