Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að auka skilvirkni stjórnsýslu er varðar búfjárhald og dýravelferð.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að verkefni sem nú eru á ábyrgð sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar verði flutt til Matvælastofnunar og að stofnunin sjái framvegis um framkvæmd þeirra. Meðal annars muni stofnunin halda utan um skrár um þá sem halda búfé auk þess að safna hagtölum og annast eftirlit með merkingum búfjár.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Ef frumvarpið verður að lögum falla úr gildi lög nr. 103/2002, um búfjárhald.
Kostnaður og tekjur:
Að mati fjárlagaskrifstofu munu útgjöld Matvælastofnunar aukast um 83 milljónir kr. en tekjur um 6 milljónir kr., sem þýðir 77 milljóna kr. útgjaldaauka. Samband íslenskra sveitarfélaga telur kostnaðarauka þeirra nema tugum milljóna. Í umsögn fjárlagaskrifstofu segir: Gera verður ráð fyrir að gert verði samkomulag um verkefnatilfærslu milli ríkisins og sveitarfélaga þannig að hvorugur aðilinn beri skarðan hlut frá borði. Nánari umfjöllun um fjárhagsleg áhrif er í umsögn fjárlagaskrifstofu um frumvarp til laga um velferð dýra.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
DanmörkNoregur
Lov om ymse beitespørsmål [beitelova] nr. 12/1961.
Svíþjóð
Lag om ägofred (1933:269).
Finnland
Lag angående ägors fredande mot skada av husdjur 18.2.1921/47.
Umsagnir (helstu atriði): Fjölmargar umsagnir bárust þar sem gerðar eru ýmsar minni háttar athugasemdir en í flestum þeirra er þeim tilmælum beint til nefndarinnar að komið verði í veg fyrir lausagöngu búfjár.
Afgreiðsla: Samþykkt sem lög með nokkrum breytingum, þ.á m. voru heimildir Matvælastofnunar skýrðar nánar og verknaðarlýsingar vegna brota sem heimilt er að refsa fyrir skv. lögunum, 13. gr., var bætt við.
Fjölmiðlaumfjöllun: Heimildarmyndin Fjallkonan hrópar á vægð, sem fjallar um gróðureyðingu og er ákall um stöðvun lausagöngu búfénaðar á Íslandi, hefur verið sýnd í bíó og í sjónvarpi. Höfundur hennar hefur ásamt fleira fólki staðið fyrir undirskriftarsöfnun til að skora á Alþingi að setja í lög bann við lausagöngu búfjár.
Þorvaldur Gylfason. Hagnýtar ástæður. DV 13.7.2012.
Neyðaróp fjallkonunnar (viðtal við Herdísi Þorvaldssdóttur). Fréttatíminn 14.10.2012.
Umhverfisráðherra vill láta banna lausagöngu búfjár. Bylgjan, fréttir 12:00 1.11.2012.
Bann við lausagöngu myndi kippa stoðunum undan búskap. visir.is 1.11.2012.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd