Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að leggja niður Fóðursjóð og innleiða breytingar á lögum er varða úthlutun tollkvóta innfluttra landbúnaðarvara.
Helstu breytingar og nýjungar:
Matskennd skilyrði sem gengið hefur verið út frá við úthlutun tollkvóta verða takmörkuð með því að setja í lög að miðað skuli við magntolla (en ekki verðtolla) þegar tollkvótum er úthlutað.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Breyta á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, og tollalögum nr. 88/2005.
Kostnaður og tekjur:
Tekjur ríkissjóðs gætu aukist um 100 milljónir króna á árinu vegna aukins innflutnings. Það mun ekki hafa áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs að leggja niður Fóðursjóð.
Aðrar upplýsingar:
Frumvarpið er komið fram til að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis, nr. 6070/2010, þar sem fram kom meðal annars að heimildir ráðherra við úthlutun tollkvóta væru ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.
Upphaf málsins er að Samtök verslunar og þjónustu leituðu til umboðsmanns Alþingis í júní 2010 og kvörtuðu yfir reglugerðum um tollkvóta vegna innflutnings landbúnaðarvara frá 12. maí 2010.
Samantekt á vef Samtaka verslunar og þjónustu í október 2012.
Umsagnir (helstu atriði):
Töluverð gagnrýni kemur fram í umsögnum. Hún beinist meðal annars að óljósu orðalagi sem gæti leitt til matskenndra stjórnvaldsákvarðana og að samkeppnishömlum varðandi innflutning landbúnaðarafurða verði viðhaldið.
Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti