Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að auka neytendavernd vegna lánastarfsemi.
Helstu breytingar og nýjungar:
Eftirlit verður aukið með smálánum og þeim fyrirtækjum sem veita slík lán og lánamiðlurum, en undir þá falla allir þeir sem bjóða upp á fjármögnun á því sem keypt er fyrir hönd þriðja aðila.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög nr. 121/1994, um neytendalán, verða felld úr gildi.
Innleiða á tilskipun 2008/48/EB, um neytendalán, og þá fellur úr gildi fyrri tilskipun um sama efni, 87/102/EBE.
Kostnaður og tekjur:
Eykur kostnað Neytendastofu um 9 milljónir kr. á ári.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om kreditaftaler LBK nr. 761 af 11/06/2011.
Umsagnir (helstu atriði):
Umsagnir eru almennt jákvæðar og frumvarpið, ef það verður að lögum, er talið auka rétt neytenda á fjármálamarkaði. Hins vegar eru gerðar nokkrar athugasemdir við tyrfið og óskýrt orðalag og þá er talið nauðsynlegt að reglugerð sem byggi á lögunum sem og aðgengilegar upplýsingar um framkvæmd laganna verði tilbúnar áður en lögin taka gildi. Nokkrir aðilar gagnrýna frumvarpið harðlega og telja að verið sé að blekkja neytendur.
Afgreiðsla: Töluverðar breytingar voru gerðar á frumvarpinu til að tryggja betur hagsmuni lántakenda og upplýsingaskyldu lánveitenda. Það var samþykkt mótatkvæðalaust og tekur gildi 1. september 2013.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Bjóða smálán með 608% ársvöxtum. Mbl.is 29.10.2009.
EES verndar smálánin. Smugan 21.08.2012.
Enginn neyddur til að taka smálán. Ruv.is 22.08.2012.
Fréttasafn um smálán, þ.á m. um smálán í ýmsum löndum á vef Ruv.is.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt auglýsingar gegn frumvarpinu og hefur ráðherra brugðist við með yfirlýsingum á Smugunni.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti