Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið:
Að innleiða tilskipun Evrópuþingsins um stofnun og rekstur rafeyrisfyrirtækja.
Helstu breytingar og nýjungar:
Innleiða á tilskipun um rafeyri en það eru peningaleg verðmæti í formi kröfu á útgefanda sem er geymd í rafrænum miðli, þ.m.t. á segulformi, gefin út í skiptum fyrir fjármuni, í þeim tilgangi að framkvæma greiðslu í skilningi laga um greiðsluþjónustu og samþykkt er sem slík af öðrum aðilum en útgefandanum sjálfum. Slík ákvæði hafa ekki verið í íslenskum lögum.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Breyta þarf nokkrum lögum, einkum lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/110/EC, um stofnun og rekstur rafeyrisfyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim.
Kostnaður og tekjur:
Hefur ekki áhrif á fjárhag ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Ný lög um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, tóku gildi 1. desember 2011 en með setningu þeirra voru ákvæði svokallaðrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/64/EB, Payment Services Directive (PSD), innleidd í íslenskan rétt.
Umsagnir (helstu atriði):
Gerðar eru allnokkrar efnislegar athugasemdir sem þó eru minniháttar.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum minniháttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Efnahagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti