Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (21.2.2013)
Markmið:
Að fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa sé í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndunum og að auka íbúalýðræði.
Helstu breytingar og nýjungar:
Tillaga er gerð um lágmarksfjölda fulltrúa í sveitarstjórn og er sá fjöldi nokkuð meiri en í núgildandi lögum. Bein aðkoma íbúa að málum sveitarfélaga er tryggð með möguleikum á almennum atkvæðagreiðslum (íbúakosningum). Lagt er til að tillaga borgarafundar, um að almenn atkvæðagreiðsla skuli fara fram um tiltekið málefni, sé bindandi fyrir sveitarstjórn.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lagðar eru til breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Umsagnir (helstu atriði): Í umsögnum kom meðal annars fram að ekki væri nægileg reynsla komin á sveitarstjórnarlögin frá 2011 til að réttlæta þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu og að ekki væri þörf á fjölgun fulltrúa í sveitarstjórn.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál