Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

199 | Sviðslistalög (heildarlög)

141. þing | 5.10.2012 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 1 | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.11.2012)

Samantekt

Markmið:

Að efla íslenskar sviðslistir, kveða á um skipan og fyrirkomulag og búa þeim hagstæð skilyrði.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á ákvæði um Þjóðleikhúsið í þá veru að megináhersla verði lögð á íslensk og erlend leikverk. Einnig eru hlutverk og helstu verkefni Íslenska dansflokksins skilgreind. Gert er ráð fyrir sviðslistaráði sem verði ráðherra og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni annarrar sviðslistastarfsemi og lagt til að fé verði veitt á fjárlögum til sérstaks sviðslistasjóðs til stuðnings þeirri starfsemi. Einnig er ráðherra heimilt að gera tímabundinn samning um fjárstuðning við óperustarfsemi.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi leiklistarlög nr. 138/ 1998 og reglur nr. 14/2002, um starfsemi Íslenska dansflokksins, að undanskildum ákvæðum 5. gr. um starfslok fastráðinna dansara.

Kostnaður og tekjur:

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum:

Noregur
Lov om Riksteatret [riksteaterlova]. LOV-1948-12-13-5.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om scenekunst LBK nr 526 af 04/06/2012 .

Finnland
Teater- och orkesterlag 3.8.1992/730.

Umsagnir (helstu atriði):

Margar ítarlegar umsagnir bárust. Bent var á að ákvæði um áhugaleikfélög vantaði og athugasemdir gerðar við að Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar og Íslenska óperan væru ekki nefnd í frumvarpinu. Leikfélag Reykjavíkur taldi óheppilegt að þurfa að sækja fé í sama sjóð og sjálfstæðu leikhúsin. Þjóðleikhúsið lagði til að bætt yrði í frumvarpið heimild til að ráða listamenn tímabundið til allt að fimm ára.
Lagt var til að hlutverk sviðslistaráðs verði einfaldað og skýrt og skilið á milli verkefna þess og sviðslistasjóðs með afgerandi hætti. Einnig var bent á að fagfólk ætti að skipa meiri hluta í stjórnum menningarstofnana.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál

Þingskjöl

Þingskjal 202 | 5.10.2012
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir

Umsagnir

Bandalag íslenskra leikfélaga (aths. og ályktun) (athugasemd)
Fagfélög sviðslistamanna (FÍL,FÍLD,FLH,FLÍ,SL) (umsögn)